Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 28 . mál.


Nd.

898. Frumvarp til laga



um mannanöfn.

(Eftir eina umr. í Ed., 12. mars.)



    Samhljóða þskj. 837 með þessum breytingum:

    1. gr. hljóðar svo:
     Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú.
     Þeir sem fara með forsjá barns hafa bæði rétt og skyldu til að gefa því eiginnafn, eftir því sem greinir í lögum þessum.

    2. gr. hljóðar svo:
     Eiginnafn skal vera íslenskt eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Það má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafn má ekki heldur vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
     Hvorki má gefa stúlku karlmannsnafn né dreng kvenmannsnafn.
     Óheimilt er að gefa barni ættarnafn sem eiginnafn nema hefð sé fyrir því nafni.

    10. gr. hljóðar svo:
     Erlendur ríkisborgari, sem stofnar til hjúskapar við Íslending er ekki hefur ættarnafn, má kenna sig til föður eða móður maka síns á sama hátt og hann. Ekki tekur þetta til niðja slíkra hjóna.
    Hafi íslensk hjón tekið sameiginlega upp kenninafn annars hvors við búsetu erlendis er þeim skylt, er breytti kenninafni sínu, að leggja það niður við flutning til landsins, sbr. 1. mgr. 9. gr. Sama gildir um börn slíkra hjóna.
    Einstaklingur, sem við gildistöku þessara laga er kenndur til föður eða móður maka síns á þjóðskrá, má gera það áfram.